ÁRÍÐANDI: Ef þú býrð á Indlandi gilda þjónustuskilmálar Google Pay sem finna má hér.
Viðbótarþjónustuskilmálar Google Pay / Google Payments
Síðast breytt: 17. maí 2022
1. Kynning
Google Payments (einnig þekkt sem „Google Pay“) er þjónusta sem Google Ireland Limited („Google“, „við“ eða „okkur“), með aðsetur að Gordon House, Barrow Street, Dublin 4, Írlandi, veitir.
Til að nota Google Pay þarftu að samþykkja (1) þjónustuskilmála Google og (2) þessa viðbótarþjónustuskilmála Google Pay / Google Payments („viðbótarskilmálarnir“).
Lestu öll þessi skjöl vandlega. Saman eru þessi skjöl kölluð „skilmálar“. Í þeim kemur fram hvers þú getur vænst af okkur þegar þú notar þjónustur okkar og hvers við væntum af þér. Þjónustuskilmálar Google fela til dæmis í sér skilmála á borð við rétt til afturköllunar, lagalega ábyrgð um samræmi og þar má einnig finna frekari upplýsingar um ástæður þess að við breytum þjónustum okkar og um það hvernig við tilkynnum þér fyrirfram um slíkar breytingar. Athugaðu að þjónustuskilmálar Google gilda um geymslu og notkun atriða á borð við tryggðarkort, vildarkerfiskort, samgöngupassa, brottfararspjöld og önnur atriði sem ekki eru notuð til greiðslu.
Ef þessir viðbótarskilmálar stangast á við þjónustuskilmála Google gilda þessir viðbótarskilmálar hvað Google Pay varðar.
Jafnvel þótt upplýsingar um persónuvernd Google Payments séu ekki hluti af þessum skilmálum má þar finna upplýsingar um það hvernig Google meðhöndlar greiðsluupplýsingarnar þínar. Við hvetjum þig til að lesa þær til að átta þig betur á því hvernig við höfum umsjón með gögnunum þínum.
Tilteknir eiginleikar Google Pay báru áður vörumerkið „Android Pay“. Þú sérð hugsanlega eldri tilvísanir til Android Pay í verslunum, forritum eða á vefsvæðum en þessir eiginleikar falla undir þessa skilmála.
Vera má að sumar vörur og atriði séu ekki tiltæk í öllum löndum. Skoðaðu hjálparmiðstöð Google Pay til að fá frekari upplýsingar.
Þú getur hætt að nota þjónustu Google Pay hvenær sem er með því að hafa samband við Google Payments eða með því að fylgja þessum skrefum.
2. Grunnkröfur
Til að nota Google Pay þarftu að:
Þú þarft einnig að vera með Google reikning; tæki sem uppfyllir kerfis- og samhæfisskilyrði þjónustunnar, en þau geta breyst endrum og sinnum; internettengingu sem virkar; og samhæfan hugbúnað. Þessir þættir kunna að hafa áhrif á getu þína til að nota Google Pay og á afköst Google Pay. Slíkar kerfiskröfur eru á þína ábyrgð.
3. Almenn lýsing á Google Pay
Google Pay gerir þér kleift að vista eftirfarandi atriði á Google reikningi þínum, hafa umsjón með atriðunum og eiga samskipti við Google og þriðja aðila gegnum þau:
4. Greiðslumátar
(a) Tegundir greiðslumáta
Með Google Pay geturðu vistað og haft umsjón með ýmsum gerðum greiðslumáta á Google reikningnum þínum (saman nefnt „greiðslumátar“), þar á meðal eru:
Það hvort ákveðinn greiðslumáti er tiltækur eða samhæfur Google Pay getur ráðist af búsetulandi og öðrum þáttum. Samhæfar tegundir greiðslumáta, notkunarmöguleikar greiðslumáta og eiginleikar Google Pay sem lýst er hér á eftir eru hugsanlega ekki í boði alls staðar og geta breyst hvenær sem er (í slíkum tilvikum látum við þig vita ef þörf krefur í hlutanum „Þróa, bæta og uppfæra Google þjónustur“ í þjónustuskilmálum Google).
(b) Vistun greiðslumáta
Þú getur hugsanlega vistað greiðslumáta á Google reikninginn þinn í gegnum ýmis notendaviðmót, þ.m.t. vefsvæði Google Pay, Google Chrome vafrann, forrit eða vefsvæði útgefanda greiðslumátans eða í gegnum Google vöru eða þjónustu á borð við Google Play Store. Til að vista greiðslumáta þarftu að færa inn allar áskildar upplýsingar á skráningareyðublöðin sem þú færð. Upplýsingarnar þurfa að vera dagréttar, heildstæðar og nákvæmar og þú þarft að viðhalda upplýsingunum á þann hátt. Við getum krafist þess að þú veitir frekari upplýsingar til að halda áfram að nota Google Pay eða til að hjálpa okkur að ákvarða hvort leyfa eigi þér áframhaldandi notkun á Google Pay.
Þegar þú vistar greiðslumáta kann Google að vista upplýsingar sem tengjast greiðslumátanum, til dæmis nafn þitt og heimilisfang greiðanda. Google Pay heimilar þér einnig að vista aðrar upplýsingar á Google reikningnum þínum sem flýta fyrir færslum, til dæmis sendingarheimilisfang.
Þú heimilar okkur að staðfesta að greiðslumáti þinn sé í fínu formi hjá útgefanda, þ.m.t. en ekki takmarkað við, með því að senda inn beiðni um greiðsluheimild og/eða millifæra lága upphæð inn á eða af greiðslumátanum, í samræmi við reglur þjónustunets eða aðrar kröfur er tengjast greiðslumátanum.
Þú samþykkir að Google Pay sé til eigin nota og með þínum eigin greiðslumátum. Ef þú notar Google Pay með gjaldgengu fyrirtækjakorti samþykkirðu að þú gerir það með heimild frá vinnuveitanda og hafir leyfi til að skuldbinda vinnuveitanda þinn með tilliti til þessara skilmála.
(c) Hlutverk Google
Nema þar sem Google eða hlutdeildarfélag þess er útgefandi mun hvorki Google né hlutdeildarfélög þess teljast aðili að korthafasamningum greiðslumáta þíns, persónuverndarstefnu eða öðrum notkunarskilmálum greiðslumátans. Ekkert í þessum skilmálum breytir nokkru í skilmálum útgefanda greiðslumáta. Ef eitthvert ósamræmi reynist milli þessara skilmála og skilmála eða persónuverndarstefnu útgefanda munu þessir skilmálar stjórna tengslum milli þín og Google að því er varðar Google Pay og skilmálar útgefanda munu stjórna tengslum milli þín og útgefandans. Google kemur ekki fram fyrir hönd þinna greiðslumáta og staðfestir hvorki að slíkir greiðslumátar séu í fínu formi né að útgefandi greiðslumáta muni heimila eða samþykkja færslur til seljanda þegar þú notar Google Pay til að framkvæma viðkomandi færslu.
Nema þegar Google eða hlutdeildarfélag þess er útgefandi mun hvorki Google né hlutdeildarfélög þess tengjast útgáfu inneignar eða ákvörðun um gjaldgengi sem tengist inneign og hafa engin áhrif á: tiltækileika eða nákvæmni greiðslumáta eða fjármagns; veitingu (eða viðbót) greiðslumáta á Google Pay eða greiðslu fjármagns inn á stöðu sem tengist greiðslumáta. Hafðu samband við útgefanda greiðslumátans ef þú vilt ræða nánar um eitthvað af því sem á undan er talið.
(d) Vistun sýndarkortsnúmers eða tengds reiknings þriðja aðila
Eftirfarandi viðbótarskilmálar gilda þegar Google Pay er notað til að vista sýndarkortsnúmer eða tengdan reikning þriðja aðila á Google reikningnum þínum.
Eftir að þú byrjar að bæta greiðslumáta við Google Pay og gefur upp þær upplýsingar sem Google og/eða útgefandi greiðslumátans biður um mun Google Pay ganga úr skugga um að greiðslumátinn sé gjaldgengur til notkunar á Google Pay. Ekki er víst að allir greiðslumátar útgefanda sem telst þátttakandi séu gjaldgengir. Ef útgefandi greiðslumátans styður Google Pay og greiðslumátinn er gjaldgengur getur verið að þú sjáir skjá þar sem farið er fram á að þú samþykkir skilmála útgefanda þegar þú bætir greiðslumátanum við. Þegar því er lokið og greiðslumátinn hefur verið skráður mun Google Pay vista sýndarkortsnúmer sem stendur fyrir raunverulegt kortanúmer greiðslukortsins eða tengja tengdan reikning þriðja aðila við Google reikninginn þinn til notkunar eins og lýst er í hluta 5 hér að neðan.
Sýndarkortsnúmer sem þú skráir gegnum Google Pay eru önnur en tengd greiðslukort sem þú vistar á Google reikningi þínum. Ólíkt sýndarkortsnúmeri mun greiðslukort almennt ekki birtast þér með kortaútliti sem líkist tengdu, raunverulegu korti og ekki er hægt að nota það við nándarsamskiptafærslur í verslunum („NFC-færslur“). Þegar þú skráir sýndarkortsnúmer er þó hugsanlegt að Google Pay visti einnig tengt greiðslukort á Google reikningnum þínum.
Þú staðfestir að Google Pay megi fá upplýsingar um færslur frá útgefanda greiðslumáta þíns til að veita ítarlegar greiðsluupplýsingar og upplýsingar um nýlegan greiðsluferil í Google Pay.
(e) Greiðslumátar fjarlægðir
Verið getur að greiðslumáti verði fjarlægður af Google Pay í tilteknu tæki og ekki verði lengur hægt að nota hann með þjónustunni ef: (i) þú eyðir greiðslumátanum af Google Pay; (ii) þú eyðir greiðslumátanum af Google reikningi þínum; (iii) þú eyðir af snjalltækinu þínu með Android tækjastjórnun; (iv) þú eyðir Google reikningnum þínum; (v) snjalltækið þitt tengist ekki neinni þjónustu Google samfellt í 90 daga; (vi) þú notar ekki Google Pay í tækinu samfellt í 12 mánuði; og/eða (vii) útgefandi greiðslumáta þíns eða greiðslunetið biður Google um að fjarlægja greiðslumátann af Google Pay.
5. Færslur framkvæmdar með greiðslumátum
(a) Í Google þjónustum
Google Pay kann að heimila þér að hefja greiðslufærslu hjá „seljanda“ sem er skilgreindur sem (i) hlutdeildarfélag Google eða (ii) hjá hvaða seljanda sem er sem er þátttakandi í einu eða fleiri markaðstorgum Google (eins og kemur fram hér) sem býður upp á söluvarning, vörur eða þjónustu sem þú getur keypt og sem biður Google eða hlutdeildarfélög þess að vinna úr greiðslufærslum fyrir sína hönd.
Þú staðfestir og samþykkir að færslan þín hjá seljanda („Google færsla“) sé eingöngu gerð á milli þín og seljandans. Google og hlutdeildarfélög þess eru ekki aðilar að Google færslum þínum og tengdum kaupum og eru ekki kaupandi eða seljandi í tengslum við nokkra Google færslu, nema slíkt sé sérstaklega tilgreint (t.d. í lýsingu vöru eða þjónustu á vefsvæði eða í viðmóti Google).
Þegar þú byrjar á Google færslu getur Google sýnt þér tiltæka greiðslumáta þegar kemur að greiðslu. Eftir að þú hefur valið greiðslumáta sem þú vilt nota getur Google skuldfært af þeim greiðslumáta eða deilt greiðslumátanum og tengdum upplýsingum með hlutdeildarfélagi sínu sem mun síðan vinna úr færslunni fyrir hönd seljanda. Þú samþykkir skuldfærsluna af greiðslumátanum sem nauðsynlegan lið í því að ljúka við vinnslu á Google færslu. Þú heimilar einnig að lagt verði inn á greiðslumáta þinn í tengslum við afturköllun, endurgreiðslur eða breytingar vegna Google færslu.
Upplýsingar um skilmála sem tengjast tiltekinni Google færslu, þ. á m. um endurgreiðslur eða reglur um lausn deilumála, má nálgast í þjónustuskilmálum, hjálparmiðstöð eða öðrum hjálpargögnum seljandans sem færslan var gerð hjá.
Ef vandamál kemur upp varðandi skuldfærslu af völdum greiðslumáta getur Google skuldfært af öðrum gildum greiðslumáta sem þú hefur vistað í Google Pay. Farðu á vefsvæði Google Pay, í Google Pay forritið eða Google stillingar í Android tækinu þínu til að hafa umsjón með greiðsluvalkostum. Þú samþykkir einnig að seljandi megi senda Google færslu vegna kaupa aftur inn til greiðslunetsins til vinnslu í eitt eða fleiri skipti ef fyrri Google færslu er hafnað eða snúið til baka af greiðslunetinu. Google getur tekið einhliða ákvörðun um að seinka, setja í bið, hætta við eða afturkalla greiðslumiðlun fyrir grunsamlegar færslur eða færslur sem kunna að fela í sér svik, misferli eða brjóta gegn gildandi lögum, skilmálunum eða öðrum gildandi reglum Google.
Ef seljandi býður þér að greiða fyrir áskriftir hefst viðkomandi áskrift um leið og þú smellir á „samþykkja og kaupa“ (eða sambærilega setningu) þegar þú kaupir áskrift. Kaupin fela í sér endurteknar greiðslur. Nema kveðið sé á um annað mun áskriftin og viðeigandi greiðsluheimild halda áfram ótímabundið uns þú segir áskriftinni upp. Með því að smella á „samþykkja og kaupa“ (eða sambærilegt) heimilar þú seljandanum að skuldfæra áskriftargjaldið af völdum greiðslumáta fyrir hvert greiðslutímabil sem um ræðir. Upphæð á Google færslu getur tekið breytingum hjá seljanda á áskriftartímabilinu. Uppsögn áskriftar tekur ekki gildi fyrr en við lok gildandi greiðslutímabils. Þú munt ekki fá endurgreiðslu vegna gildandi greiðslutímabils og munt áfram geta notið áskriftarinnar fram til loka gildandi greiðslutímabils. Ef þessir áskriftarskilmálar rekast á við áskriftarskilmála seljandans gilda áskriftarskilmálar seljandans um áskriftina sem um ræðir.
(b) Hjá þriðju aðilum
Þegar þú byrjar á greiðslu eða greiðslufærslu í gegnum Google Pay eða einhvern annan aðila en seljandann (slíkur aðili nefnist „þriðji aðili“ og slík færsla nefnist „færsla þriðja aðila“) kann Google að senda þriðja aðilanum upplýsingar um greiðslumátann þinn og tengdar upplýsingar svo að viðkomandi geti skuldfært af greiðslumátanum. Eftir því hver þriðji aðili er getur færsla hjá þriðja aðila verið vegna kaupa á vörum eða þjónustu, vegna almenningssamgangna eða í öðru skyni, til dæmis vegna fjárframlaga til góðgerðamálefna eða í gjafaskyni. Hægt er að hefja færslu í gegnum þriðja aðila með því að: nota „banka og borga“ í verslunum eða almenningssamgöngum sem nota NFC, strikamerki eða aðra snertifría tækni; velja „Google Pay“ eða „Kaupa með Google Pay“ sem greiðsluvalkost við netfærslu eða á vefsvæði eða í forriti þriðja aðila; eða með því að framkvæma færslu hjá þriðja aðila í gegnum annað netviðmót, t.d. í gegnum Google hjálparann. Þegar þú byrjar kaup á netinu getur Google Pay einnig deilt öðrum upplýsingum sem vistaðar eru á Google reikningnum þínum, til dæmis um heimilisfang greiðanda, sendingarheimilisfang eða netfang, ef slíkt telst nauðsynlegt til að ljúka við kaupin.
Ef um er að ræða færslu hjá þriðja aðila og greiðslumáta og öðrum upplýsingum hefur verið deilt með þriðja aðila mun Google ekki koma frekar að færslunni og þú staðfestir og samþykkir að slík færsla er einungis milli þín og þriðja aðila og tengist ekki Google né neinu af hlutdeildarfélögum þess. Þú skalt hafa beint samband við þriðja aðila eða útgefanda greiðslumáta þíns (til dæmis útgefanda greiðslukortsins) varðandi vandamál sem koma upp og tengjast færslum hjá þriðja aðila, þar á meðal vandamál sem tengjast endurgreiðslum og ágreiningi.
Þegar þú notar vefsvæði eða forrit þriðja aðila sem tekur þátt getur Google upplýst þriðja aðila um hvort þú hefur sett upp Google Pay í tækinu þínu til að þriðji aðili viti hvort hann eigi að bjóða upp á Google Pay sem greiðsluvalkost. Þú getur afþakkað að Google upplýsi um þetta í persónuverndarstillingum
(c) Sem hluti af sjálfvirkri útfyllingu í Chrome eða Android
Ef þú hefur kveikt á eiginleikanum „Sjálfvirk útfylling“ í Google Chrome vafranum eða í Android tækinu mun Google Pay einnig birta þér valmöguleika til að fylla sjálfkrafa út vistaðan greiðslumáta og upplýsingar um heimilisfang á greiðslueyðublaði á vefsvæði þriðja aðila í Chrome vafranum, eða á greiðslueyðublaði þriðja aðila í Android-tæki. (Frekari upplýsingar um það hvernig sjálfvirk útfylling virkar með Google Pay má sjá í hjálparmiðstöð Chrome.) Þegar þú notar þennan eiginleika á Google ekki samskipti við vefsvæði eða forrit þriðja aðila og lýkur einungis við beiðni þína um að valdar upplýsingar séu fylltar út á sjálfvirkan hátt í eyðublaði frá þriðja aðila. Google á engan hlut í færslum sem þú innir af hendi gegnum sjálfvirka útfyllingu í Chrome eða Android og þú staðfestir og samþykkir að slík færsla er einungis milli þín og þriðja aðila og tengist ekki Google né hlutdeildarfélögum þess. Þú skalt hafa beint samband við þriðja aðila eða útgefanda greiðslumátans ef einhver vandamál koma upp varðandi færslu þar sem þú notar sjálfvirka útfyllingu í Chrome eða Android.