Persónuverndartilkynning Google Payments

Síðast breytt: 28. mars 2022

PersónuverndarstefnaGoogle lýsir því hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingarnar þínar þegar þú notar Google vörur og þjónustur. Ef þú ert notandi undir 18 ára aldri getur þú fundið viðbótarupplýsingar í Persónuverndarhandbók unglinga frá Google. Google Payments er í boði fyrir Google reikningshafa og öll notkun fellur undir persónuverndarstefnu Google. Þar að auki lýsir þessi persónuverndartilkynning vinnureglum Google varðandi persónuvernd sem eru sérsniðnar að Google Payments.

Notkun þín á Google Payments fellur undir gildissvið þjónustuskilmála Google Payments, sem lýsa nánar þeirri þjónustu sem fellur undir þessa persónuverndartilkynningu. Hugtök skrifuð með upphafsstaf sem ekki eru skilgreind í þessar persónuverndartilkynningu Google Payments teljast hafa þá merkingu sem þeim hefur verið úthlutað í þjónustuskilmálum Google Payments.

Persónuverndartilkynning Google Payments á við um þjónustu í boði Google LLC eða dótturfyrirtækja sem eru að fullu í eigu þess, þar á meðal Google Payment Corp. („GPC"). Kynntu þér þjónustuskilmála Google Payments sem þú getur nálgast innan þjónustunnar, til að sjá hvaða dótturfyrirtæki býður upp á viðkomandi þjónustu. Ábyrgðaraðili gagna fyrir notendur (fyrir utan þá sem selja á markaðstorgi Google) innan Evrópska efnahagssvæðisins (fyrir utan Bretland), er Google Ireland Limited. Ábyrgðaraðili gagna fyrir notendur (fyrir utan þá sem selja á markaðstorgi Google) í Bretlandi, er Google LLC. Ef þú ert innan Evrópska efnahagssvæðisins, fyrir utan Bretland, og selur á markaðstorgi Google, þá er ábyrgðaraðili gagna þinna Google Payment Ireland Limited. Ef þú ert í Bretlandi og selur á markaðstorgi Google, þá er ábyrgðaraðili gagna þinna Google Payment Limited. Ábyrgðaraðili gagna fyrir notendur í Brasilíu er Google LLC og upp að því marki sem krafist er samkvæmt brasilískum lögum, gæti það verið Google Brasil Pagamentos Ltda.

Upplýsingar sem við söfnum

Til viðbótar við þær upplýsingar sem taldar eru upp í Persónuverndarstefnu Google kunnum við einnig að safna eftirfarandi:

Hvernig við notum upplýsingarnar sem við söfnum

Til viðbótar við þá notkun sem talin er upp í Persónuverndarstefnu Google, þá notum við þær upplýsingar sem þú veitir okkur og GPC eða öðrum dótturfyrirtækjum okkar, ásamt upplýsingum um þig frá þriðju aðilum, til að veita þér aðgang að Google Payments í þjónustuskyni og til að koma í veg fyrir skaða á réttindum, eignum eða öryggi Google, notenda okkar eða almennings sem og til að koma í veg fyrir svik, vefveiðar eða annað misferli. Slíkar upplýsingar kunna einnig að vera notaðar til að aðstoða þriðja aðila við að veita þær vörur eða þjónustu sem þú biður þá um. Við notum upplýsingarnar líka til að skoða Google Payments reikninginn þinn til að ákvarða hvort þú haldir áfram að uppfylla skilmála reikningsins, til að taka ákvarðanir varðandi greiðslur með Google Payments í framtíðinni og fyrir aðrar lögmætar viðskiptaþarfir sem tengjast Google Payments færslum sem þú stofnar til.

Skráningarupplýsingarnar þínar eru vistaðar í tengslum við Google reikninginn þinn og skráning á greiðslumáta verður vistuð á netþjónum Google. Þar að auki kunna ákveðin gögn að vera vistuð á snjalltækinu þínu. Verið getur að við varðveitum upplýsingar sem þú veitir í langan tíma til þess að fylgja málarekstri og lögbundnum skyldum.

Upplýsingar sem við deilum

Við munum eingöngu deila persónuupplýsingunum þínum með öðrum fyrirtækjum eða einstaklingum utan Google í eftirfarandi tilfellum:

Til dæmis, þegar þú kaupir eða greiðir með Google Payments, látum við fyrirtækið eða einstaklinginn sem þú keyptir af eða greiddir, fá ákveðnar upplýsingar um þig. Þetta felur í sér að deila persónuupplýsingum þínum með þróunaraðilanum sem þú verslar við þegar þú notar Google Payments á Google Play. Þetta getur líka falið í sér að senda vefsíðu eða forriti söluaðla póstnúmerið þitt og upplýsingar um greiðslumáta þegar þú stofnar til greiðslu með því að nota „Kaupa með Google Pay" eða svipaðan hnapp svo söluaðilinn geti reiknað uppfærðar kaupupplýsingar (eins og skatt, sendingarkostnað og aðrar verðupplýsingar) og ákvarðað hvort söluaðilinn geti tekið við þeim greiðslumáta sem og kosti og takmarkanir á ákveðnum greiðslumátum fyrir viðskipti þín. Þegar þú bætir utanaðkomandi greiðslumáta við Google Payments reikninginn þinn getum við skipst á ákveðnum persónuupplýsingum um þig, t.d. nafnið þitt, prófílmynd, IP-númer og heimilisfang greiðanda, símanúmer, upplýsingar um tæki, staðsetningu og upplýsingar um aðgerðir á Google reikningnum þínum, með utanaðkomandi greiðsluveitanda eins og nauðsynlegt er til að veita viðkomandi þjónustu.

Þegar þú ferð á vefsíðu eða forrit þátttakandi söluaðila, getur söluaðilinn kannað hvort þú eigir Google Payments reikning með gjaldgengum greiðslumáta sem hægt er að nota til að versla á vefsíðu eða í forriti söluaðilans. Það er gert til að draga úr líkum á að þú sjáir ónothæfa eiginleika á vefsíðum eða í forritum.

Allar upplýsingar sem þú gefur utanaðkomandi söluaðila, vefsíðu eða forriti beint falla ekki undir þessa persónuverndartilkynningu. Við berum ekki ábyrgð á persónuvernd eða öryggisráðstöfunum þeirra söluaðila eða þriðju aðila sem þú velur að deila þínum persónuupplýsingum með beint. Við hvetjum þig til að skoða persónuverndarstefnu þeirra þriðju aðila sem þú velur að deila persónuupplýsingum þínum með beint.

Þeim upplýsingum sem við söfnum, þar með talið upplýsingar sem við fáum frá þriðja aðila, er deilt meðal hlutdeildarfélaga, þ.e. annarra fyrirtækja í eigu og undir stjórn Google LLC. Hlutdeildarfélög okkar, sem geta verið fjármálafyrirtæki eða ekki, nota slíkar upplýsingar í almennum viðskiptatilgangi.

Við gefum þér kost á að afþakka ákveðna upplýsingamiðlun milli GPC og dótturfélaga þess. Sérstaklega skal tekið fram að þú getur afþakkað:

Þú getur líka valið að afþakka að Google LLC eða hlutdeildarfélög þess upplýsi utanaðkomandi söluaðila, sem á vefsíðu eða forrit sem þú hefur farið á, um það hvort þú eigir Google Payments reikning sem hægt er að nota til að greiða á viðkomandi vefsíðu eða forriti.

Ef þú velur að afþakka verður val þitt virkt þar til þú lætur okkur vita að þú viljir breyta valinu.

Ef þú vilt ekki að við deilum persónuuplýsingum um lánshæfi þitt milli GPC og hlutdeildarfélaga þess, eða ef þú vilt ekki að hlutdeildarfélög okkar noti persónuupplýsingarnar þínar sem við höfum safnað og deilt með þeim, til að stunda markaðssetningu gagnvart þér eða ef þú vilt ekki að Google LLC eða hlutdeildarfélög þess upplýsi utanaðkomandi söluaðila, sem á vefsíðu eða forrit sem þú hefur farið á, um það hvort þú eigir Google Payments reikning, skaltu tilgreina það með því að skrá þig inn á reikninginn þinn og fara á persónuverndarstillingasíðu Google Payments og uppfæra val þitt.

Við munum ekki deila persónuupplýsingunum þínum með nokkrum aðila utan GPC né með hlutdeildarfélögum okkar nema eins og tilgreint er í þessari Persónuverndartilkynningu eða í Persónuverndarstefnu Google. Eins og útskýrt var hér að ofan þá er Google Payments vara sem er í boði fyrir Google reikningshafa. Þau gögn sem þú veitir Google LLC til að stofna Google reikning falla ekki undir afþökkunarákvæðin í þessari persónuverndartilkynningu.

Upplýsingaöryggi

Frekari upplýsingar um öryggisráðstafanir okkar má finna í aðal Persónuverndarstefnu Google.

Öryggi Google Payments reikningsins þíns veltur á getu þinni til að halda aðgangsorði reikningsins, PIN-númeri og öðrum aðgangsupplýsingum fyrir þjónustuna leyndum. Ef þú deilir reikningsupplýsingum með þriðja aðila, mun hann eða hún hafa aðgang að reikningnum þínum og persónuupplýsingum.

Það er á þína ábyrgð að stjórna aðgangi að þínu snjalltæki og Google Payments forritinu á tækinu þínu, þar með talið að halda aðgangsorðinu (aðgangsorðunum) og/eða PIN-númeri leyndu og ekki deila þeim með neinum. Það er líka á þína ábyrgð að láta Google eða viðeigandi samstarfsaðila vita ef þú telur að öryggi upplýsinga í Google Payments forritinu hafi verið stefnt í hættu.

© 2020 Google – Google Home Þjónustuskilmálar Google Fyrri Persónuverndartilkynningar